Annapurna er 55 kílómetra langt fjallakerfi í mið-Nepal. Það hefur einn tind yfir 8.000 metrum, 13 yfir 7.000 metrum og 16 yfir 6000 metrum.
Hæsti tindurinn er Annapurna I sem er 8.091 metrar og 10. hæsta fjall heims. Það var fyrst 14 tindanna yfir 8000 metrum til að vera klifið. Það gerðist árið 1950 og var franskur leiðangur að verki leiddur af Maurice Herzog og Louis Lachenal. Fjallið er það hættulegasta yfir 8000 metrum og deyr þriðji hver fjallgöngumaður sem fer þar upp. Í október 2014 létust 43 manns í snjóstormum á fjallinu.
Sérstakt verndarsvæði er í kringum fjöllin það eina sinnar tegundar í Nepal.